Keppni á Norðurlandamótinu í Finnlandi hófst í morgun. Jón Þór Sigurðsson og Ívar Ragnarsson keppa í Grófri skammbyssu kl.06:00 að ísl.tíma, en hægt er að fylgjast með skorinu hérna. Jón Þór tekur svo einnig þátt í 50 metra rifflinum ásamt Guðmundi Helga Christensen og Jórunni Harðardóttur. Þau hefja keppni kl.12:00 og hægt að sjá skorin hérna. Keppni í haglabyssugreininni Skeet hefst kl.07:00 en fyrstu 75 skífurnar eru skotnar í dag og seinni 50 ásamt úrslitum kl.07:00 á morgun. Í karlaflokki keppa Hákon Þ. Svavarsson, Stefán G. Örlygsson og Jakob Þ. Leifsson, í kvennaflokki Helga Jóhannsdóttir, Dagný H. Hinriksdóttir og María R. Arnfinnsdóttir, og svo í unglingaflokki Daníel L. Heiðarsson. Fréttir og myndir koma einnig inná Facebook síðu STÍ.