Uncategorized

Heimsbikarmótinu í Al Ain lokið

Heimsbikarmótinu í Al Ain í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum er nú lokið. Okkar keppendur voru ekki að ná sínu besta í hitanum en stóðu sig samt með ágætum. Sigurður Unnar Hauksson var með 111 stig (24-23-19-22-23) í 109.sæti, Stefán Gísli Örlygsson með 110 stig (22-23-24-22-19) í 99.sæti og Hákon Þór Svavarsson með 109 stig (21-24-18-23-23) í [...]

By |2019-04-24T07:27:54+00:00April 14th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Heimsbikarmótinu í Al Ain lokið

Skotíþróttaþing var haldið í dag

Ársþing Skotíþróttasambandsins var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. Fulltrúar tíu aðildarfélaga STí sóttu þingið. Stjórn sambandsins helst óbreytt en engin mótframboð komu gegn sitjandi stjórn en kosið var um formann og þrjá stjórnarmenn. Formaður er áfram Halldór Axelsson. Aðrir í stjórn eru Jórunn Harðardóttir, Kjartan Friðriksson, Guðmundur Kr. Gíslason, Ómar Ö.Jónsson, Helga Jóhannsdóttir [...]

By |2019-04-13T17:19:33+00:00April 13th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Skotíþróttaþing var haldið í dag

Dagurinn “Play True Day” 10.apríl ár hvert

Dagurinn „Play True Day“ er haldinn 10. apríl ár hvert og er dagur tileinkaður hreinum íþróttum. Honum er ætlað að auka vitundarvakningu meðal íþróttafólks, íþróttasambanda, yfirvalda og annarra sem tengjast íþróttum um baráttuna gegn lyfjamisnotkun. Frumkvæðið og hugmyndina að þessum degi eiga 17 lönd í S-Ameríku eftir að hafa sótt fræðsluráðstefnu WADA (World Anti-Doping Agency) [...]

By |2021-04-15T15:22:25+00:00April 10th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Dagurinn “Play True Day” 10.apríl ár hvert

Íslandsmót í loftriffli í dag

Íslandsmótið í Loftriffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistari í karlaflokki varð Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 590,6, annar varð Róbert V. Ryan úr Skotfélagi Reykjavíkur með 560,9 stig og í þriðja sæti Þórir S. Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 550,7 stig. Í kvennaflokki varð Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari [...]

By |2019-04-07T19:52:07+00:00April 7th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmót í loftriffli í dag

Íslandsmót í loftskammbyssu í dag

Íslandsmótið í loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í karlaflokki með 580 stig, annar varð Ívar Ragnarsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, með 565 stig og í þriðja sæti Ingvar Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 529 stig.  Í liðakeppni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,591 stig, önnur varð sveit Skotíþróttafélags [...]

By |2019-04-06T19:15:28+00:00April 6th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmót í loftskammbyssu í dag

Keppni lokið í Mexíkó

Okkar keppendur í haglabyssugreininni Skeet hafa nú lokið keppni á hemsbikarmótinu í Acapulco í Mexíkó. Hákon Þór Svavarsson varð í 56.sæti af 95 keppendum með 115 stig (21 22 24 23 25), Sigurður Unnar Hauksson hafnaði í 80.sæti með 111 stig (23 23 22 20 23) og Stefán Gísli Örlygsson í 94.sæti með 105 stig [...]

By |2019-03-25T21:10:29+00:00March 25th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Keppni lokið í Mexíkó

Heimsbikarmótið í Mexíkó

Heimsbikarmótið í Acapulco í Mexíkó stendur nú yfir. Okkar keppendur í Skeet hófu keppni í dag og skutu fyrstu tvo hringina. Sigurður Unnar Hauksson með 23 + 23, Hákon Þór Svarsson með 21 + 22 og Stefán Gísli Örlygsson með 21 + 19. Keppnin heldur áfram á morgun.

By |2019-03-24T22:26:43+00:00March 24th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Heimsbikarmótið í Mexíkó

Jórunn keppti á EM í dag

Jórunn Harðardóttir var að ljúka keppni á Evrópumeistaramótinu í Króatíu með 543 stig (91 88 90 90 91 93) og hafnaði í 59.sæti af 63 keppendum. Hún keppir svo í parakeppninni með Ásgeiri Sigurgeirssyni á morgun.

By |2019-03-21T21:36:59+00:00March 21st, 2019|Uncategorized|Comments Off on Jórunn keppti á EM í dag

Ásgeir nokkuð frá sínu besta

Ásgeir Sigurgeirsson keppti í morgun á Evrópumeistaramótinu í Króatíu í loftskammbyssu. Hann átti ekki góðan dag og endaði í 52.sæti af 78 keppendum með 568 stig (92 99 94 91 97 95). Þess má geta að hann hefur þrívegis komist í úrslit á EM. Jórunn Harðardóttir keppir í kvennaflokki síðar í dag og hefst sú [...]

By |2019-03-21T10:12:52+00:00March 21st, 2019|Uncategorized|Comments Off on Ásgeir nokkuð frá sínu besta
Go to Top