Ásgeir Sigurgeirsson keppti í morgun á Evrópumeistaramótinu í Króatíu í loftskammbyssu. Hann átti ekki góðan dag og endaði í 52.sæti af 78 keppendum með 568 stig (92 99 94 91 97 95). Þess má geta að hann hefur þrívegis komist í úrslit á EM. Jórunn Harðardóttir keppir í kvennaflokki síðar í dag og hefst sú keppni kl. 15:15 að íslenskum tíma. Á morgun keppa þau svo í parakeppninni og hefst hún kl. 15:00. Hægt er að sjá skorin nánar hérna.
Ásgeir nokkuð frá sínu besta
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2019-03-21T10:12:52+00:00March 21st, 2019|Uncategorized|Comments Off on Ásgeir nokkuð frá sínu besta