Heimsbikarmótið í Acapulco í Mexíkó stendur nú yfir. Okkar keppendur í Skeet hófu keppni í dag og skutu fyrstu tvo hringina. Sigurður Unnar Hauksson með 23 + 23, Hákon Þór Svarsson með 21 + 22 og Stefán Gísli Örlygsson með 21 + 19. Keppnin heldur áfram á morgun.