Keppni í Loftskammbyssu fór fram á laugardeginum á Reykjavíkurleikunum. Í úrslitum sigraði Ívar Ragnarsson með 236,3 stig, Peter Martisovic frá Slóvakíu varð annar með 224,1 stig og Jón Þór Sigurðsson varð þriðji með 203,7 stig. Sóley Þórðardóttir stóð sig frábærlega í úrslitunum og endaði þar í 6.sæti með 142,1 stig. Það er nýtt Íslandsmet unglinga í greininni. Í undankeppninni jafnaði hún einnig eigið Íslandsmet með 532 stig.

Keppni í Loftriffli, fór fram í Laugardalshöllinni í morgun. Sigurvegari varð Jórunn Harðardóttir með 602,6 stig, í öðru sæti Guðmundur Helgi Christensen með 596,3 stig og í þriðja sæti Þórir Kristinsson með 559,8 stig, þar sem hann var í harðri keppni við unglinginn Viktoríu Erlu Bjarnarson sem endað aðeins 0,2 stigum á eftir honum og tryggði Þórir bronsið í síðasta skoti.