Jón Þór Sigurðsson riffilskytta keppti á Aarhus Open í 50m liggjandi fyrr í mánuðinum. Keppti hann í fjórum mótum og uppskar 1 gull, 1 silfur og tvö brons. Skorin hjá honum voru einnig mjög góð, 619,2 – 622,7 – 621,6 og 622,5 stig. Íslandsmet hans er 623,7 stig sem hann setti vorið 2016.