Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum var haldið á Borgarnesi af Skotfélagi Akraness í dag. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur og jafnaði hún jafnframt Íslandsmet sitt, 560 stig. Önnur varð Þorbjörg Ólafsdóttir úr Skotfélagi Akureyrar með 508 stig og í 3ja sæti Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr Skotgrund Skotfélagi Snæfellsness með 485 stig.

Í unglingaflokki sigraði Sóley Þórðardóttir á nýju Íslandsmeti unglinga í kvennaflokki 532 stig, önnur varð Sigríður Láretta Þorgilsdóttir með 502 stig og þriðja Rakel Arnþórsdóttir með 484 stig. Þær eru allar úr Skotfélagi Akureyrar. Árangur Sóleyjar og Sigríðar ásamt Þorbjargar er nýtt Íslandsmet í liðakeppni kvenna, 1,542 stig. Í loftskammbyssu karla sigraði Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 548 stig, annar varð Þórður Ívarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 546 stig og þriðji varð Bjarki Sigfússon úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 528 stig. Í liðakeppninni voru tvö lið skráð til leiks og sigraði sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,578 stig og sveit Skotfélags Akraness varð önnur með 1,422 stig.

Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 586,2 stig og Leifur Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar varð annar með 470,6 stig. Í kvennaflokki fékk Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur gullið með 571,0 stig.