Keppni í loftriffli er nú lokið á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Í karlaflokki komst Guðmundur Helgi Christensen í úrslit með 593,7 stig í sjötta sæti en hafnaði þar að lokum í 8.sæti í final. Í kvennaflokki komst Íris Eva Einarsdóttir í úrslit með 599,4 stig í fimmta sæti en hafnaði í 8.sæti í final. Jórunn Harðardóttir var með 591,6 stig og hafnaði í 11.sæti en komst ekki í úrslit.