Undankeppninni í loftskammbyssu karla er lokið og komust báðir íslensku keppendurnir í 8 manna úrslit. Ásgeir Sigurgeirsson annar með 576 stig og Ívar Ragnarsson þriðji með 561 stig. Úrslitin eru kl. 11:30 að íslenskum tíma. Keppni í kvennaflokki er hafin en Jórunn Harðardóttir keppir þar. Hún endaði í 9.sæti með 539 stig og komst ekki í úrslit.