Á hinu árlega Opna Christensenmóti sem haldið var í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag, sigraði Íris Eva Einarsdóttir í keppni með loftriffli með 602,3 stig, í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir með 599,7 stig og í þriðja sæti Guðmundur Helgi Christensen með 597,7 stig. Þau koma öll úr Skotfélagi Reykjavíkur. Í keppni með loftskammbyssu sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 570 stig, í öðru sæti varð Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 563 stig og í þriðja sæti Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 554 stig.