Íslandsmótið í Sport skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistari varð Jón Þór Sigurðsson með 563 stig, annar varð Ívar Ragnarsson með 558 stig og í þriðja sæti hafnaði Friðrik Þór Goethe með 556 stig. Þeir skipuðu jafnframt A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs sem setti nýtt Íslandsmet 1,677 stig. Í öðru sæti varð B-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,597 stig en sveitina skipuðu Grétar Mar Axelsson, Eiríkur Óskar Jónsson og Ólafur Egilsson. Í þriðja sæti hafnaði sveit Skotfélags Reykjavíkur en hana skipuðu Karl Kristinsson, Jón Árni Þórisson og Engilbert Runólfsson. Nánar á úrslitasíðu STÍ.