Landsmót STÍ í Staðlaðri skammbyssu var haldið í Kópavogi í dag. Ívar Ragnarsson sigraði með 539 stig, Jón Þór Sigurðsson annar með 534 stig og Eiríkur Ó. Jónsson þriðji með 510 stig. Allir eru þeir í Skotíþróttafélagi Kópavogs.

A lið SFK varð í fyrsta sæti með 1583 stig, B lið SFK varð í öðru með 1459 stig og lið SR í þriðja með 1424 stigum.