Í dag var haldið landsmót STÍ í þrístöðu á Ísafirði. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 1103 stig, í öðru sæti var Valur Richter SÍ með 1014 stig og í þriðja sæti varð Þorsteinn Bjarnason SR með 959 stig. Í kvenna flokki sigraði Jórunn Harðardóttir SR með 1063 stig, í öðru sæti var Bára Einarsdóttir SFK með 1049 stig og í þriðja sæti varð Guðrún Hafberg SFK með 952 stig. Kvennalið SFK var svo með 2881 stig (Bára, Guðrun ,Margret ) og karlalið SÍ (Valur ,Leifur, Ívar Már ) var með 2866 stig. Nánar á úrslitasíðunni.
Landsmót STÍ í 50 metra þrístöðuriffli á Ísafirði í dag
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2018-11-25T20:59:01+00:00November 25th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót STÍ í 50 metra þrístöðuriffli á Ísafirði í dag