Aðalfundur Skotfélagsins Markviss á Blönduósi var haldinn í dag sunnudaginn 18 febrúar. Nýja stjórn félagsins skipa eftirtaldir: Formaður Jón Brynjar Kristjánsson, gjaldkeri Guðmann Jónasson, ritari  Snjólaug M. Jónsdóttir og meðstjórnendur Þorsteinn Hafþórsson og Einar Stefánsson. Í varastjórn voru kjörnir Brynjar Þór Guðmundsson og Ásgeir Þröstur Gústasson.