Stjórn STÍ boðar til formannafundar laugardaginn 2.desember n.k. Fundarstaður er Íþróttamiðstöðin í Laugardal. Fundur hefst kl.11:00 samkvæmt neðangreindri dagskrá.

Vinsamlegast staðfestið með tölvupósti á sti@sti.is hverjir munu mæta fyrir hönd þíns félags.

Kl.11:00    Setning
Kl.11:05    Mótaskýrslur:
                  1. Skráningarform
                  2. Skil á skýrslum
Kl 11:25    Breyting á keppnisreglum
                  1. Tillögur ISSF kynntar 
                  2. Hugmyndir aðildarfélaga um efnið
Kl 11:55    Einelti, kynferðisleg áreytni, siðareglur.
Kl.12:15    Hádegishlé á Cafe ÍSÍ   
Kl.13:00    Íþróttaþjálfun innan aðildarfélaga STÍ og afreksmótun.
Kl.13:30    Afreksmál og afreksstefna STÍ
Kl 14:00    Fundi slitið

Rétt til setu á formannafundi hafa formenn aðildarfélaganna ásamt einum stjórnarmanni.
Stjórnarmenn STÍ sitja allir fundinn sem STÍ fulltrúar.