Á landsmóti STÍ í Þrístöðu-riffli á 50 metra færi, sem fram fór á Ísafirði í dag, sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK í kvennaflokki með 512 stig og Guðrún Hafberg úr SFK varð önnur með 474 stig. Í karlaflokki sigraði Valur Richter úr SÍ með 960 stig, annar varð Þorsteinn Bjarnarson úr SR með 959 stig og þriðji varð Leifur Bremnes úr SÍ með 885 stig. Nánar á úrlsitasíðunni.