OPNU KÓPAVOGSMÓTIN Í LOFTRIFFLI OG LOFTSKAMMBYSSU.

Maður mótsins var Magnús G. Jensson úr Skotdeild Keflavíkur sem keppti í loftriffli en hann setti nýtt Íslandsmet í unglingaflokki, 557,7 stig. Glæsilegt hjá honum. Í stúlknaflokki sigraði Sigríður E. Gísladóttir, einnig frá Skotdeild Keflavíkur.

Í kvennaflokki loftriffilsins sigraði Jórunn Harðardóttir Skotfélagi Reykjavíkur með 398,1 stig en Guðrún Hafberg Skotíþróttafélagi Kópavogs hampaði Kópavogsmeistaratitlinum með 365,9 stig. Bára Einarsdóttir, einnig úr SFK, varð þriðja með 365,5 stig.

Í karlaflokki skipuð SR ingar þrjú efstu sætin. Guðmundur Helgi Christensen varð efstur með 595,2 stig. Róbert V. Ryan varð annar með 549,3 stig og Þórir Kristinsson þriðji með 545.0 stig. Sigurinn í liðakeppninni fór því til Skotfélags Reykjavíkur en lið þeirra skoraði 1689,5 stig. A sveit Skotdeildar Keflavíkur varð önnur í liðakeppninni með 1590,2 stig en lið suðurnesjamannanna skipuðu Theodór Kjartansson, Magnús G. Jensson og Helgi S. Jónsson.
Breki Atlason Skotíþróttafélagii Kópavogs varð þriðji í loftrifflinum með 531,6 stig og er hann Kópavogsmeistari í greininni 2017.

LOFTSKAMMBYSSA.

Ásgeir Sigurgeirsson, SR, sigraði í loftskammbyssu karlaflokksins. Thomas Viderö, SFK, varð annar en þeir voru jafnir að stigum eftir fyrstu tvær hrinurnar. Eftir það tók Ásgeir að síga framúr Thomasi. Loka skor Ásgeirs var 569 stig en skor Thomasar var 558 stig. Thomas er Kópavogsmeistari þetta árið. Þórður Ívarsson, Skotfélagi Akureyrar varð þriðji í loftskammbyssunni með 530 stig.
Í liðakeppni loftskammbyssunnar sigrað A lið Skotíþróttafélags Kópavogs, skipuð Thomasi, Ólafi Egilssyni og Jóhanni A. Kristjánssyni, með 1595 stig. A lið Skotdeildar Keflavíkur varð í öðru sæti með 1548 stig en sveit þeirra skipuðu Dúi Sigurðsson, Jens Magnússon og Hannes H. Gilbert. A sveit Skotfélags Reykjavíkur lenti í þriðja sæti. Sveitina skipuðu Ásgeir og Karl Kristinsson auk Steingríms Ólafssonar sem forfallaðis.

I kvennaflokki loftskammbyssunnar sigraði Jórunn Harðardóttir með 365 stig. Sigurveig Helga Jónsdóttir, Skotíþróttafélagi Kópavogs, varð önnur og jafnframt Kópavogsmeistari á 340 stigum enGuðrún Hafberg, einnig úr SFK, varð þriðja með 330 stig. Eitt lið var í kvennaflokki og kom það frá Skotíþróttafélagi Kópavogs. Skor þess var 660 stig.