Stjórn STÍ hefur valið íþróttafólk í afrekshóp haglagreina, fyrir tímabilið 2018. Einnig hefur sambandið ráðið Nikolaos Mavrommatis til að sjá um æfingar hópsins og til að vera ráðgefandi í afreksmálum haglagreina. Fyrsta verkefni Nikolaos verður námskeið og kynning fyrir hópinn á verkefnum næsta árs, sem haldið verður 23. til 26. nóvember næstkomandi.
Eftirtalin hafa verið valin í afrekshópinn:
Karlar: Guðlaugur Bragi Magnússon, Grétar Mar Axelsson, Hákon Þór Svavarsson, Jakob Þór Leifsson, Sigurður Unnar Hauksson, Stefán Gísli Örlygsson og Örn Valdimarsson.
Konur: Dagný Huld Hinriksdóttir, Helga Jóhannsdóttir og Snjólaug María Jónsdóttir.