Fyrsta landsmót Skotíþróttasambands Íslands á þessu keppnistímabili var haldið í Egilshöllinni í Reykjavík í dag. Keppt var í Staðlaðri skammbyssu og sigraði Jón Árni Þórisson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 509 stig, annar varð Kolbeinn Björgvinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 468 stig og í þriðja sæti Jórunn Harðardóttir með 466 stig úr Skotfélagi Reykjavíkur. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,435 stig en hana skipuðu Jón Árni, Kolbeinn og Engilbert Runólfsson. Í öðru sæti varð sveit Skotfélags Akureyrar með 1,345 stig skipuð Þórði Ívarssyni, Þorbjörgu Ólafsdóttur og Hauki F. Möller.