SKORLISTI STÍ SKEET  í Skeet liggur nú fyrir. Raðað er eftir bestu fjórum mótum ársins. Þeim sem kepptu í færri mótum er svo raðað eftir heildarskori þar á eftir. Í karlaflokki er Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands í efsta sæti með 117 stig af 125 mögulegum eða 23,4 dúfur að meðaltali í hring. Í kvennaflokki er Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar efst með 58 stig af 75 mögulegum eða 19,3 dúfur að meðaltali í hring.