Arnar Oddsson úr Skotfélagi Akureyrar varð í dag Íslandsmeistari í Bench Rest riffilskotfimi með 490 stig og 12-x. Mótið fór fram á Húsavík. Annar varð Finnur Steingrímsson úr sama félagi með 489 stig og 17-x og í þriðja sæti hafnaði Ingvar Í. Kristinsson úr Skotfélagi Austurlands með 489 stig og 13-x. Nánar á úrslitasíðunni.