Heimsmeistarakeppninni í haglabyssugreinunum er nú lokið í Rússlandi. Hákon Þ. Svavarsson endaði í 50.sæti með 116 stig (23-24-20-25-24) og Stefán G. Örlygsson hafnaði í 83.sæti með 110 stig (20-20-24-22-24)

 

 

 

 

 

Heimsmeistari varð Gabriele Rosetti frá Ítalíu, í öðru sæti hafnaði Vincent Haaga frá Þýskalandi og þriðji varð Georgions Achilleos frá Kýpur.

 

 

 

 

 

 

Í unglingaflokki tryggði Daninn Emil Kejlgaard sér titilinn, annar varð Elia Sdruccoli frá Ítalíu og í þriðja sæti hafnaði Nicolas Vasiliou frá Kýpur.