Á Íslandsmóti STÍ í 300 metra riffli liggjandi sem haldið var í Keflavík í dag sigraði Arnfinnur Jónsson úr SFk með 572 stig / 17x, annar varð Eiríkur Björnsson úr SFK með 572 /10x og í þriðja sæti hafnaði Theódór Kjartansson úr SK með 566 stig. Í liðakeppninni setti sveit Skotíþróttafélags Kópavogs nýtt Íslandsmet 1,694 stig. Sveitin var skipuð þeim Arnfinni og Eiríki ásamt Tómasi Þorkelssyni (550 stig).