Landsmót í Norrænu trappi á Blönduósi í dag
Landsmót STÍ í Norrænu trappi fór fram á Blönduósi í dag. Guðmann Jónasson úr MAV sigraði í karlaflokki, Snjólaug M. Jónsdóttir hlaut gull í kvennaflokki og Elyass Kr. Bouanba úr MAV í unlgingaflokki. Nánar á [...]
Breyting á mótaskrá
Af óviðráðanlegum orsökum hefur þurft að gera skyndibreytingu á mótaskrá sumarsins: Landsmót í Skeet sem halda átti á völlum Skotfélags Reykjavíkur hefur verið fært til SFS í Þorlákshöfn, 11.-12.júní, vegna leyfismála í Reykjavík. Íslandsmót í [...]
Pétur sigraði í dag
Pétur T. Gunnarsson úr SR, sigraði á Landsmóti STÍ í haglabyssugreininni Skeet, sem haldið var á Akranesi um helgina. Í öðru sæti varð Stefán G. Örlygsson úr SKA og Aðalsteinn Svavarsson úr SÍH tók bronsið. [...]
Breytt dagsetning á Íslandsmótinu í Skeet
Þar sem alþjóðasambandið ESC hefur breytt dagsetningum á Evrópumeistaramótinu verður að breyta dagsetningu Íslandsmótsins í Skeet. Mótið verður haldið dagana 13.-14.ágúst á svæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi.
Landsmót í Compak Sporting í Hafnarfirði um helgina
Fyrsta landsmót sumarsins í haglabyssugreininni Compak Sporting fór fram á Iðavöllum í Hafnarfirði um helgina í frábæru veðri. Tuttugu skyttur tóku þátt og fóru leikar þannig að Jón Valgeirsson (SÍH) sigraði í karlaflokki með 189 [...]
Jón Þór hafnaði í 7.sæti í Svíþjóð
Jón Þór Sigurðsson keppti í dag á Evrópumótaröðinni í 300m skotfimi, þar sem keppt er með stórum riffli og skotið 60 skotum úr liggjandi stöðu á 300 metra færi. Keppnin fór fram í Uppsala í [...]