Heimsmeistaramótið í “Benchrest BR50” fór fram í Plzen í Tékklandi en keppt var í 3 flokkum með cal.22lr rifflum, SPORTER (SP), LIGHT VARMINT (LV) og HEAVY VARMINT (HV). Fjórir keppendur frá Íslandi höfðu skráð sig á mótið og kepptu þeir í öllum 3 greinunum. Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir var fararstjóri og fulltrúi STÍ á aðalfundi alþjóðasambandsins WRABF. Í SP varð Kristján Arnarson í 18.sæti með 739/32x stig, í LV í 87.sæti með 731/28x stig og í HV í 53.sæti með 744/38x stig. Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir varð í 86.sæti í SP með 700/46x stig, í LV í 102.sæti með 725/27x stig og í HV með 735/33x stig í 104.sæti. Rósa Millan varð í 50.sæti í SP með 729/29x stig, í 114.sæti í LV með 722/20x stig og í 86.sæti í HV með 739/34x stig. Pétur Már Ólafsson varð í 87.sæti í SP með 691/8x stig, í 100.sæti í LV með 726/23x stig og í 92.sæti í HV með 738/26x stig. Nánar er hægt að nálgast skorin á heimasíðu alþjóðasambandsins WRABF hérna, www.wrabf.com