Íslandsmótið í 300m liggjandi verður 14.sept í Höfnum
Íslandsmeistaramótið í riffilkeppninni 300 metrum liggjandi "prone" verður haldið á skotsvæðinu í Höfnum laugardaginn 14.september.
Íslandsmeistaramótið í riffilkeppninni 300 metrum liggjandi "prone" verður haldið á skotsvæðinu í Höfnum laugardaginn 14.september.
Ólympíufarinn Hákon Þór Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands jafnaði í dag, á Íslandsmeistaramótinu á Akureyri, eigið Íslandsmet í haglabyssugreininni Skeet, 122 stig af 125 mögulegum. Skotserían var glæsileg, 25-24-24-24-25. Í úrslitunum í karlaflokki varð Hákon svo Íslandsmeistari með 50/122 stig, í öðru sæti varð Arnór Logi Uzureau úr SÍH með 49/115 stig og í þriðja sæti [...]
Þar sem ekki hefur fengist undanþága til að halda Íslandsmótið í Bench Rest skori á Álfsnesi í Reykjavík, hefur Skotfélag Akureyrar tekið að sér að halda mótið á áður auglýstum tíma 31.ágúst og 1.september. Skráningar sendast á: sti@sti.is og skotak@skotak.is Eins er SR OPEN haglabyssumótinu frestað um nokkrar vikur en það átti að fara fram [...]
Um helgina fór fram á Akureyri Íslandsmeistaramót í BR50 riffilkeppninni, þar sem skotið er með cal.22 rifflum af borði. Talsverður vindur var báða dagana og því engin toppskor, heilt yfir. Í Sporter flokki sigraði Kristján Arnarsson, í léttum riffli sigraði Pétur Már Ólafsson og í þungum riffli sigraði Davíð Bragi Gígja. Hjá unglingunum var einokun [...]
Landsmót STÍ í haglabyssugreininni Skeet fór fram á Akranesi um helgina. Arnór Logi Uzureau úr SÍH sigraði með 53/115 stig, Pétur T. Gunnarsson úr SR varð annar með 51/111 stig og í þriðja sæti varð Daníel Logi Heiðarsson úr SÍH með 39/112 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ
Íslandsmótið í Norrænu Trappi fór fram nú um helgina í blíðskaparveðri. Keppendur frá 4 skotfélögum mættu til leiks. Skotnar vorðu 3 umferðir á laugardegi og 3 auk úrslita á sunnudegi. Eftir fyrri keppnisdag skildu örfáar dúfur að efstu keppendur,og spenna því mikil fyrir seinni keppnisdag. Ekki minnkaði spennan seinni daginn en að loknum 6 umferðum [...]
Þá er Íslandsmeistaramóti í grúppum 2024 lokið og uppi stendur Kristbjörn Tryggvason úr SA sem sigurvegari í samanlögðu. Gylfi Sigurðsson úr SKH varð annar og Finnur Steingrímsson SA þriðji. Mótið var fámennt en það mættu 5 Norðlendingar og eiga þeir þakkir skyldar. Veður var með ágætum, þurrt, breytilegur vindur en ekkert alltof hlýtt en það [...]
Jóhannes Frank Jóhannesson tók þátt í Evrópumótinu í 100 og 200 metra Benchrest skotfimi, sem fram fór í Finnlandi. Hann endaði að lokum í 14. sæti í samanlögðu léttum og þungum riffli. Um var að ræða fjögurra daga keppni. Jóhannes náði best 4. sæti í 100 m með þungum riffli.
Nú um verslunarmannahelgina fór fram fyrsta "Viking Cup" móti í Norrænu Trappi. Um er að ræða keppni milli Skotfélaganna Markviss og Eysturskot frá Færeyjum. Hugmyndin að mótinu kviknaði í spjalli milli 2 félagamanna úr sitthvoru félaginu fyrir nokkru síðan,og varð loks að veruleika nú í ár. Fimm keppendur frá Eysturskot mættu til keppni hér á [...]
Kvennakeppninni í Skeet lauk í dag á Ólympíuleikunum í París. Francisca CROVETTO CHADI frá Chile sigraði (120/55-7) eftir bráðabana við Amber Jo Rutter frá Bretlandi (122/55-6) en bronsið vann Austen Jewell Smith frá Bandaríkjunum (122/45).