Opna Vestfirska mótið í 50 metra liggjandi riffli var haldið i dag á Ísafirði. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK á nýju Íslandsmeti með 617,8 stig, í öðru sæti varð Margrét Alfreðsdóttir úr SFK með 598 stig og í þriðja sæti hafnaði Guðrún Hafberg úr SFK með 596,1 stig. Í karlaflokki sigraði Valur Richter úr SÍ með 614,8 stig, í öðru sæti varð Arnfinnur Jónsson úr SFK með 608,8 stig og í þriðja sæti hafnaði Leifur Bremnes úr SÍ með 603,9 stig. Í liðakeppni karla sigraði A-lið Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar með 1814 stig og í öðru sæti varð B-lið Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar með 1712,4 stig. Í kvennaflokki setti lið Skotíþróttafélags Kópavogs nýtt Íslandsmet 1811,9 stig.
Úrslit í riffli í dag á Ísafirði
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2018-03-25T08:42:28+00:00March 24th, 2018|Uncategorized|Comments Off on Úrslit í riffli í dag á Ísafirði