Íslandsmótið í BR50 var haldið á Akureyri um helgina. Keppt er með 22ja kalibera rifflum og skotið á 50 metra færi af skotborði. Keppni fer fram í þremur þyngdarflokkum. Í þyngsta flokknum, Heavy Varmint, sigraði Rósa Millan úr SÍN í fullorðinsflokki en Hólmgeir Örn Jónsson úr SFK í unglingaflokki. Í miðflokki, Light Varmint, sigraði Heiða Lára Guðmundsdóttir úr SSS en Trausti Árni Eiríksson úr SA í unglingaflokki. Í léttasta flokknum, Sporter, sigraði Kristján Arnarson úr SÍN í fullorðinsflokki en Tristan Árni Eiríksson í unglingaflokki. Nánari úrslit á úrslitasíðu STÍ.