Íslandsmótið í haglabyssugreininni Compak Sporting fór fram um helgina á svæði Skotfélags Akureyrar. Mótið var afar fjölmennt en 46 keppendur mættu til leiks.

Í kvennaflokki sigraði Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 162 stig, önnur varð Snjólaug María Jónsdóttir úr skotfélaginu Markviss frá Blönduósi með 148 stig og í þriðja sæti Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 143 stig.

Í unglingaflokki sigraði Felix Jónsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 172 stig og Viðar Hilmarsson úr Skotféagi Akureyrar hlaut silfrið með 165 stig.

Í karlaflokki sigraði Gunnar Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 184 stig, Þórir Guðnason úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar varð annar með 183 stig og Jóhann Ævarsson úr Skotfélagi Akureyrar þriðji með 181 stig.

Í liðakeppninni sigraði A-lið Skotfélags Reykjavíkur (Gunnar Gunnarsson,Jón Valgeirsson og Felix Jónsson) með 533 stig, A-lið Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar (Þórir Guðnason,Ellert Aðalsteinsson og Ævar Sveinn Sveinsson) varð í öðru sæti með 525 stig og bronsið hlaut B-lið Skotfélags Akureyrar (Ragnar Már Helgason, Bragi Óskarsson og Ómar Örn Jónsson) með 518 stig.

Nánar á úrslitasíðunni