Landsmót STÍ í haglabyssugreininni Compak Sporting fór fram á skotvöllum Skotfélags Akureyrar um helgina. Til leiks mættu 38 skyttur úr 8 félögum allstaðar að af landinu.  Í karlaflokki sigraði Jón Valgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 181 stig, í öðru sæti varð Ellert Aðalsteinsson úr Skotfélagi Akraness með 179 stig og þriðji Þórir Guðnason úr Skotíþróttafélagi Hanfarfjarðar með 175 stig. Í kvennaflokki sigraði Ingibjörg A. Bergþórsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 159 stig, Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur varð önnur með 153 stig og í þriðja sæti Snjólaug M. Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss á Blönduósi, með 149 stig. Í unglingaflokki vann Felix Jónsson úr Skotfélagi Reykjavíkur gullið með 172 stig og silfrið hlaut Viðar Hilmarsson úr Skotfélagi AKureyrar með 126 stig. Nánari úrslit koma á úrslitasíðunni.