VIð áttum 4 keppendur á heimbikarmótinu á Kýpur sem var að ljúka. Alls mættu um 80 keppendur til leiks. Sigurður Unnar Hauksson varð í 50.sæti með 117 stig (24 23 23 25 22), Stefán Gísli Örlygsson varð í 60.sæti með 113 stig (24 20 24 23 22) og Hákon Þór Svavarsson í 66.sæti með 110 stig (22 20 21 24 23). Einnig tók Pétur Gunnarsson þátt sem s.k. MQS (lágmarsskor þar sem ná þarf 114 stigum) þar sem hver þjóð  má ekki senda nema 3 keppendur í aðalkeppnina. Hann náði 113 stigum (21 23 24 22 23)