Landsmót STÍ í 50m liggjandi riffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 614,4 stig, önnur varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 609,7 stig og í þriðja sæti hafnaði Margrét L. Alfreðsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 581,1 stig. Í karlaflokki sigraði Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 613,1 stig, annar varð Arnfinnur A. Jónsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 613,0 stig og í þriðja sæti Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 607,9 stig. Sveit Skotíþróttafélags Kópavogs sigraði í liðakeppni karla með 1.819,8 stig, önnur varð sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1.794,9 stig og í þriðja sæti sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.788,1 stig. Aðeins ein sveit var skráð í liðakeppni kvenna, sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1.766,6 stig. Nánar á úrslitasíðunni.