Landsmót í Sport skammbyssu og Gróf skammbyssu fóru fram á Akureyri um helgina. Þórður Ívarsson sigraði í Sport skammbyssu með 535 stig, Þorbjörg Ólafsdóttir varð önnur með 511 stig og Haukur F. Möller varð þriðji með 465 stig. Þórður sigraði einnig í Gróf skambyssu með 498 stig, Finnur Steingrímsson varð annar með 488 stig og Þorbjörg Ólafsdóttir varð þriðja með 475 stig. Fimm keppendur mættu til leiks úr Skotfélagi Akureyrar. Nánari úrslit eru komin á https://sti.is/2018-2/