Ásgeir Sigurgeirsson komst í úrslit á einu sterkasta móti ársins í loftskammbyssu, sem haldið er í München í Þýskalandi. Hann endaði þar í 6.sæti en þess má geta að keppendur voru 100 talsins.
Skorið í undankeppninni hjá honum var 579 stig (99-95-96-98-96-95). Hann keppir svo aftur á morgun.