Okkar ágæti Framkvæmdastjóri og gjaldkeri Guðmundur Kr. Gíslason hlaut í dag Gullmerki ÍBR fyrir sitt framlag til íþrótta sem stjórnarmaður Skotfélags Reykjavíkur og tengiliður við bandalagið síðustu áratugina. Ingvar Sverrisson formaður ÍBR heiðraði Guðmund í dag og afhenti gullmerkið í afmæliskaffi Skotfélags Reykjavíkur haldið í tilefni af 150 ára afmæli félagsins.
Stjórn Skotíþróttasambands Íslands óskar Guðmundi innilega til hamingju með heiðurinn og er verulega stolt af okkar manni !