Frétt af isi.is :

Flokkun sérsambanda í afreksflokka

01.09.2017

Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í gær, 31. ágúst, var tillaga Afrekssjóðs ÍSÍ um flokkun sérsambanda í afreksflokka samþykkt samhljóða.

Í reglugerð Afrekssjóðs ÍSÍ, 13. grein, er fjallað um að Afrekssjóður ÍSÍ skuli árlega flokka sérsambönd ÍSÍ í afreksflokka út frá skilgreindum viðmiðum. Afreks- og Ólympíusvið ÍSÍ hefur á síðustu vikum og mánuðum kallað eftir skilgreiningum og upplýsingum frá sérsamböndum ÍSÍ um fjölmörg atriði er tengjast afreksíþróttastarfi viðkomandi sérsambands, s.s. árangri í mótum, skipulagi afreksstarfsins og helstu áhersluatriðum. Þessi vinna Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ liggur til grundvallar tillögum Afrekssjóðs ÍSÍ til framkvæmdastjórnar ÍSÍ um flokkun sérsambanda í afreksflokka.

Skiptingin er sem hér segir:

A-Afrekssérsambönd  B-Alþjóðleg sérsambönd   C-Þróunarsérsambönd  Án flokkunar
 FSÍ  BSÍ  AKÍS  HNÍ
 FRÍ  BLÍ  BTÍ MSÍ
 GSÍ  DSÍ  GLÍ
 HSÍ  ÍHÍ  HRÍ
 ÍF  JSÍ  LSÍ
 KSÍ  KAÍ  SÍL
 KRA  KLÍ  ÍSS
 KKÍ  LH  TKÍ
 SSÍ  SKÍ  TSÍ
 STÍ  ÞRÍ
 SKY

 

Í A-flokki eru sérsambönd sem taka reglulega þátt í keppni í hæsta stigi í viðkomandi íþróttagrein með frábærum árangri á síðustu fjórum árum. Gerðar eru kröfur um umfangsmikið afreksíþróttastarf í sérsambandinu og þurfa samböndin að uppfylla fjölmörg atriði sbr. grein 13.1. í reglugerð sjóðsins.

Í B-flokki eru sérsambönd þar sem afreksstarfið felur í sér reglulega alþjóðlega þátttöku á heimsvísu í viðkomandi íþróttagrein, þar sem einstaklingar eru að keppa um stig á heimslista og reyna að vinna sér þátttökurétt á Heimsmeistara- og Evrópumótum og/eða Ólympíuleikum/Paralympics. Gerðar eru kröfur um ákveðna umgjörð hjá sérsambandinu sbr. grein 13.2 í reglugerð sjóðsins.

Í C-flokki er um að ræða sérsambönd sem ekki komast í flokk A eða B en taka þó þátt í alþjóðlegu landsliðsstarfi. Eru það sérsambönd sem taka þátt í Heimsmeistaramótum, Evrópumótum eða Norðurlandamótum og nýta þá kvóta sem þeir hafa vegna þessara móta, eða eru að keppa í forkeppnum eða neðstu stigum viðkomandi greina. Minni kröfur eru gerðar til umfangs og umgjarðar afreksstarfs hjá þessum sérsamböndum sbr. grein 13.3 í reglugerð sjóðsins.

Flokkurinn „Án flokkunar” inniheldur þau sérsambönd sem ekki hafa skilað inn upplýsingum um afreksstarf og skilgreiningar til ÍSÍ.

Hafa ber í huga að flokkun sérsambanda í afreksflokka er símat og getur tekið breytingum eftir aðstæðum og stöðu sérsambanda hverju sinni.

Ráðgert er að skipting á því framlagi sem úthlutað verður úr Afrekssjóði ÍSÍ árið 2017 verði þannig að 70% framlagsins fari til sérsambanda í A-flokki, 27% til sambanda í B-flokki og 3% til sambanda í C-flokki.

Til baka