Bjarni Sigurðsson formaður Skotdeildar Keflavíkur og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar

Skotdeild Keflavíkur tók á móti gestum og gangandi í dag, þar sem Bæjarstjórinn okkar Kjartan Már Kjartansson skaut vígsluskoti á nýju elektrónísku gildrurnar okkar og vígði þar með nýju aðstöðuna sem Reykjanesbær er að skaffa Skotdeild Keflavíkur á sunnubrautinni. Hann stóð sig með eindæmum vel og klárt að hann kann meira þessi bæjarstjóri en bara að spila á fiðlu. Fyrir rétt um ári síðan þá skaut hann einnig hjá okkur á pappaskífu og skoraði 10.9 stig en hærra skor er ekki hægt að fá.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri skaut vígsluskotinu

Bæjarstjórinn fór fögrum orðum um Skotdeildina og talaði um að ákvörðunin hjá Reykjanesbæ að veita okkur þessa aðstöðu á sínum tíma hafi klárlega hitt í mark og minntist á það góða starf sem stjórnar menn og æfingarstjórar hafa unnið í þessari frábæru aðstöðu.

 

 

Fjölmargir gestir fögnuðu þessum tímamótum

Skotíþróttasamband Íslands (STÍ) komu og fögnuðu þessum áfanga með okkur og afhendi Halldór Axelsson formaður STÍ okkur merki og fána STÍ sem við getum flaggað á komandi landsmótum.

Þessi dagur markar ekki bara opnun nýrrar og nýbættrar aðstöðu Skotdeildar Keflavíkur til að stunda loftskotfimi, heldur var í dag fyrsti kennslutíminn í Skotíþróttum sem valfag í grunnskóla hér á Íslandi þegar nemendur úr Holtaskóla sátu fyrsta tímann hjá Theodóri Kjartanssyni og Bjarna Sigurðssyni. Þess má geta að þeir Teddi og Bjarni sátu alþjóðlegt þjálfaranámskeið hjá ISSF Akademíunni í Nóvember 2016 sem STÍ stillti upp fyrir skotíþróttafélög á landinu. ISSF (International Shooting Sport Federation). Fullt er í skráninguna og eru 40 unglingar skráðir í valfaginu hjá Holtaskóla og Skotdeildinni.

Unglingastarf Skotdeildarinnar hefur verið að vinda upp á sig hægt og bítandi og eigum við nokkra mjög efnilega skotíþróttamenn. Athygli af velgengni einstaklinga sem stunduðu loftskotfimi hjá Skotdeild Keflavíkur og nám við Holtaskóla spurðist út og hafði Holtaskóli samband við okkur í framhaldið og umræður um valfag í loftskotgreinum spratt út og varð svo útkoman sú sem hún er í dag. Mikil vinna hefur átt sér stað til að komast á þann stað sem við erum í dag og því ber að þakka óeigingjarnri vinnu þeirra einstaklinga sem hafa gefið sinn tíma og vinnu.Vill ég þá nýta tækifærið og gefa öllum þeim sem koma að stórt klapp á bakið og hrós fyrir, þjálfarar, æfingarstjórar, meðlimir í skotdeildinni, stjórnarmenn og starfsfólk Reykjanesbæjar.

Kær Kveðja Bjarni Sigurðsson
Formaður Skotdeildar Keflavíkur.