Nýr afrekslisti Skotsambands Evrópu, ESC, er kominn út og eigum við 4 skotmenn á honum að þessu sinni. Ásgeir Sigurgeirsson er nú í 16.sæti í loftskammbyssu og 36.sæti í frjálsri skammbyssu, Jón Þór Sigurðsson kemur nýr inná listann í 27.sæti eftir frábæran árangur á Evrópumeistaramótinu þar sem hann komst í átta manna úrslit, Hákon Þ.Svavarsson fer aftur inná listann eftir mjög góðan árangur á Evrópumeistaramótinu en þar lenti hann í 13.-17.sæti eftir spennandi keppni og Jórunn Harðardóttir sem er í 115.sæti í loftskammbyssu.
4 skotmenn á afrekslista ESC
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2017-08-31T10:12:50+00:00August 31st, 2017|Uncategorized|Comments Off on 4 skotmenn á afrekslista ESC