Mót og úrslit

Landsmót í 50 metra liggjandi riffli í Egilshöll í dag

Landsmót STÍ í 50m liggjandi riffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 614,4 stig, önnur varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 609,7 stig og í þriðja sæti hafnaði Margrét L. Alfreðsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 581,1 stig. Í karlaflokki sigraði Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi [...]

By |2018-12-15T15:09:27+00:00December 15th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í 50 metra liggjandi riffli í Egilshöll í dag

Landsmót í Frjálsri skammbyssu í Kópavogi

Landsmót STÍ í Frjálsri skammbyssu fór fram í Digranesi í Kópavogi í dag. Jón Árni Þórisson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði með 469 stig, í öðru sæti varð Sigurgeir Guðmundsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 465 stig og 3 x-ur og í þriðja sæti Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með sama stigafjölda en eina x-tíu.

By |2018-12-10T16:40:17+00:00December 9th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í Frjálsri skammbyssu í Kópavogi

Breyting á skráningarreglum STÍ

Stjórn STÍ samþykkti nýlega breytingar á skráningarreglum sínum. Aðalbreytingin felst í því að nú þurfa félögin að tilkynna keppendur 5 virkum dögum fyrir mót. Skrá þarf þá keppendur í síðasta lagi á sunnudagskvöldi vikunni fyrir mót næstu helgi þar á eftir. Breytingin tekur gildi frá og með 1.janúar 2019.  Nánar hérna. 

By |2018-12-09T09:43:42+00:00December 8th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Breyting á skráningarreglum STÍ

Íslandsmet á landsmóti STÍ í dag

Það féllu tvö Íslandsmet á landsmóti Stí sem haldið var í loftsalnum hjá Skotdeild Keflavíkur í dag. Magnús Guðjón Jensson í Skotdeild Keflavíkur er enn og aftur að bæta sig og bætti sitt eigið Íslandsmet í loftriffli um ca 8 stig með heildarskori upp á slétt 576 stig. Einnig setti Sigríður Láretta Þorgilsdóttir frá Skotfélagi [...]

By |2018-12-02T20:01:45+00:00December 2nd, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmet á landsmóti STÍ í dag

Landsmót STÍ í 50 metra þrístöðuriffli á Ísafirði í dag

Í dag var haldið landsmót STÍ í þrístöðu á Ísafirði. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 1103 stig, í öðru sæti var Valur Richter SÍ með 1014 stig og í þriðja sæti varð Þorsteinn Bjarnason SR með 959 stig. Í kvenna flokki sigraði Jórunn Harðardóttir SR með 1063 stig, í öðru sæti var Bára Einarsdóttir SFK með 1049 [...]

By |2018-11-25T20:59:01+00:00November 25th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót STÍ í 50 metra þrístöðuriffli á Ísafirði í dag

Landsmót STÍ í 50 metra liggjandi riffli á Ísafirði í dag

Landsmót STÍ. í 50 skotum liggjandi var haldið í dag hér á Ísafirði , í karlaflokki sigraði Jón þór Sigurðsson með 616,9 í öðru sæti var Valur Richter með 609,8 og Leifur Bremnes með 606,8 ,í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir með 610,3 og í öðru sæti var Margét Alfreðsdóttir með 583,6 og þriðja sæti Guðrún Hafberg með 582,3 , í karlaflokki var lið [...]

By |2018-11-24T18:15:30+00:00November 24th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót STÍ í 50 metra liggjandi riffli á Ísafirði í dag

Opna Kópavogsmótið í Sport skammbyssu í dag

Ívar Ragnarsson, SFK, varð Kópavogsmeistari á 566 stigum, sem er frábær árangur. Í öðru sæti varð Friðrik Goethe, SFK, á 538 stigum, en Jón Árni Þórisson, Skotfélagi Reykjavíkur, varð þriðji með 532 stig. Lið SFK var eina liðið í keppni en lauk keppni með 1.625 stig. Nánar á úrslitasíðunni

By |2018-11-24T18:09:05+00:00November 17th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Opna Kópavogsmótið í Sport skammbyssu í dag

Opna Kópavogsmótið í loftgreinunum um helgina

LOFTRIFFILL Þrír keppendur tóku þátt í karlaflokki mótsins. Guðmundur Helgi Christensen, Skotfélagi Reykjavíkur, varð þeirra hlutskarpastur og sigraði á 591,1 stigi. Þórir Kristinsson, einnig úr SR varð í öðru sæti með 557,7 stig og Theodór Kjartansson, Skotdeild Keflavíkur, varð í þriðja sæti, 0,3 stigum á eftir Þóri en skor Theodórs var 557,4. Í kvennaflokki loftriffilsins [...]

By |2018-11-05T07:36:33+00:00November 5th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Opna Kópavogsmótið í loftgreinunum um helgina

Sóley með nýtt Íslandsmet í unglingaflokki

Fyrsta landsmót keppnistímabilsins í loftskammbyssu og loftriffli var haldið um helgina á Borgarnesi. Í loftskammbyssu setti Sóley Þórðardóttir úr Skotfélagi Akureyrar nýtt Íslandsmet í unglingaflokki 489 stig en í öðru sæti varð Sigríður Lárétta Þorgilsdóttir einnig úr SA með 485 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 541 stig og í öðru [...]

By |2018-10-30T07:59:36+00:00October 30th, 2018|Mót og úrslit|Comments Off on Sóley með nýtt Íslandsmet í unglingaflokki
Go to Top