Erlend mót og úrslit

Heimsbikarmótinu í Finnlandi er lokið

Heimsbikarmóti ISSF í Lahti í Finnlandi er nú lokið. Sigurður Unnar Hauksson endaði í 48.sæti með 116 stig (24 22 23 25 22), Hákon Þ.Svavarsson varð í 106.sæti með 106 stig (21 20 20 21 24) og Guðlaugur Bragi Magnússon í 116.sæti með 104 stig (22 21 20 21 20). Alls voru keppendur 129 talsins. [...]

By |2019-08-26T11:23:05+00:00August 22nd, 2019|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Heimsbikarmótinu í Finnlandi er lokið

HM lokið í Lonato

Heimsmeistaramótinu í haglabyssu er nú lokið. Mótið fór fram í Lonato á Ítalíu. Íslenska liðið hafnaði í 26.sæti af 32 liðum með 331 stig í SKEET. Í einstaklingskeppninni varð Sigurður Unnar Hauksson í 53.sæti með 117 stig (24-21-22-25-25), Hákon Þór Svavarsson í 91.sæti með 112 stig (21-25-21-23-22) og Guðlaugur Bragi Magnússon í 119.sæti með 102 [...]

By |2019-07-08T09:21:31+00:00July 8th, 2019|Erlend mót og úrslit|Comments Off on HM lokið í Lonato

Heimsmeistaramótið í haglabyssu á Ítalíu

Heimsmeistaramótið í haglabyssu fer fram í Lonato á Ítalíu þessa dagana. Við eigum þar 3 keppendur í SKEET, Hákon Þór Svavarsson, Sigurð Unnar Hauksson og Guðlaug Braga Magnússon. Þeir keppa í dag og á morgun. Hægt er að sjá gang mála á heimasíðu keppninnar hérna

By |2019-07-05T11:46:53+00:00July 5th, 2019|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Heimsmeistaramótið í haglabyssu á Ítalíu

Evrópuleikunum í Minsk lokið

Þann 26. júní hófst keppni í leirdúfuskotfimi (skeet) og var Hákon Þór Svavarsson meðal keppenda. Fyrirkomulagið er þannig að fyrri daginn eru skotnar 75 leirdúfur eða þrisvar 25 dúfur og seinni daginn eru skotnar 50 dúfur, eða tvisvar 25. Hákoni gekk ágætlega fyrri daginn og skaut 67 (22-22-23) og var í 25. sæti af 29 [...]

By |2019-06-30T17:31:25+00:00June 30th, 2019|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Evrópuleikunum í Minsk lokið

Íslenskir keppendur á KFK Open í Kaupmannahöfn

Um helgina tóku nokkrir Íslendingar þátt í KFK-OPEN í skeet í Kaupmannahöfn. Má sjá skor og röðun keppenda á þessari slóð. Þeir sem tóku þátt í mótinu voru Pétur T. Gunnarsson, Þorgeir M. Þorgeirsson, Jakob Þ. Leifsson, Marinó Eggertsson, Daníel Stefánsson, Aðalsteinn Svavarsson, Dagný H. Hinriksdóttir, Helga Jóhannsdóttir og Þórey I. Helgadóttir.

By |2019-06-17T11:13:14+00:00June 17th, 2019|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Íslenskir keppendur á KFK Open í Kaupmannahöfn

Loftskammbyssa á Smáþjóðaleikunum

Undankeppninni í loftskammbyssu karla er lokið og komust báðir íslensku keppendurnir í 8 manna úrslit. Ásgeir Sigurgeirsson annar með 576 stig og Ívar Ragnarsson þriðji með 561 stig. Úrslitin eru kl. 11:30 að íslenskum tíma. Keppni í kvennaflokki er hafin en Jórunn Harðardóttir keppir þar. Hún endaði í 9.sæti með 539 stig og komst ekki [...]

By |2019-05-30T10:40:52+00:00May 30th, 2019|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Loftskammbyssa á Smáþjóðaleikunum
Go to Top