Heimsbikarmótinu í Brasilíu lokið
Ásgeir Sigurgeirsson keppti á heimsbikarmótinu í Ríó De Janeiro í Brasilíu í dag. Hann keppti í loftskammbyssu og endaði með 575 stig (9x) sem skilaði honum í 23.sæti af 87 keppendum. 580 stig þurfti til að komast í átta manna úrslit.