Sumarfjarnám 1. og 2. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 12. júní. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Athugið að sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Skráning fer fram á Sportabler:
https://www.sportabler.com/shop/isi
Nemendur velja rétt námskeið og ganga frá greiðslu námskeiðsgjaldsins í heimabanka. Þeir sem ekki hafa skráð sig áður í Sportabler þurfa að búa til nýjan aðgang undir „Nýr notandi“.
Allar nánari uppl. um fjarnámið og þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 514-4000 & 863-1399 og/eða á vidar@isi.is
Dæmi um svör frá nemendum í fjarnámi ÍSÍ þegar þeir voru spurðir út í helstu kosti námsins:
“Mjög vel sett upp, skiljanlegt, aðgengilegt og áhugavert”
“Fannst þetta bara frábært”
“Vel skipulagt og alltaf hægt að fá svör frá kennara ef eitthvað er óljóst”
“Allt kom skýrt fram, farið ítarlega í efnið og verkefnin voru hæfilega erfið”
“Ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt nám, komið inn á marga þætti sem ég hafði t.d. ekki pælt mikið í😊”
“Vel skipulagt og skýr verkefnaviðmið og leiðsögn”
“Mér fannst það ýta undir gagnrýna hugsun og kenndi mér ýmislegt hagnýtt sem hefur nýst mér í þjálfarastarfinu”
“Góðir kennarar og vel valið efni”
“Farið vel yfir langflesta þætti sem snúa að þjálfun”
„Þetta er mjög hagnýtt nám fyrir þjálfun”
“Það er alhliða og hefur ólíkar nálganir”
“Vel skipulagt og skýr áætlun”
„Gott skipulag, gott kennsluefni og kennarinn er fljótur til svars þegar maður þurfti hjálp“
„Mjög margir, get ekki þulið þá alla upp“