Riffilskyttan Jón Þór Sigurðsson er að keppa í Evrópubikarkeppninni með riffli á 300 metra færi í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. Keppni í fyrri riðli hefst kl. 12:40 og í seinni riðli, sem Jón er í, kl.14:25 að íslenskum tíma. Úrslitakeppnin er svo í fyrramálið. Hægt er að fylgjast með skorinu hérna.

Skorið hjá honum í úrslitum endaði í 591 og 23x. Þetta tryggði honum áttunda sætið á þessu sterka móti.