Á landsmóti STÍ loftbyssugreinunum sem haldið var í Reykjanesbæ í dag bætti lið SA í loftskammbyssu kvenna eigið Íslandsmet með 1,549 stig. Sveitina skipa Sigríður Láretta Þorgilsdóttir (518), Sóley Þórðardóttir (509) og Þorbjörg Ólafsdóttir (522). Jórunn Harðardóttir úr SR sigraði í loftskammbyssu kvenna með 545 stig, Þorbjörg Ólafsdóttir SA varð önnur með 522 stig og þriðja varð Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS með 514 stig. Í loftskammbyssu karla sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 564 stig, Peter Martisovic úr SFK varð annar með 556 stig og þriðji varð Ingvar Bremnes úr SÍ með 537 stig. Í loftskammbyssu unglinga sigraði Sigríður Láretta úr SA með 518 stig og önnur varð Sóley Þórðardóttir úr SA með 509 stig. Í loftriffli karla hlaut Theódór Kjaetansson úr SK gullið með 560,8 stig í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir úr SR með 593,2 stig. Nánar á úrslitasíðunni.
Íslandsmet í liðakeppni kvenna í dag
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2019-12-07T20:25:39+00:00December 7th, 2019|Uncategorized|Comments Off on Íslandsmet í liðakeppni kvenna í dag