Landsmót STÍ í haglabyssugreininni Compak Sporting var haldið á Akureyri um helgina. Í karlaflokki sigraði Ellert Aðalsteinsson úr Skotfélagi Akraness með 189 stig af 200 mögulegum. Í öðru sæti varð Jón Valgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur einnig með 189 stig og í þriðja sæti hafnaði Gunnar Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 184 stig. Í kvennaflokki sigraði Ingibjörg A. Bergþórsdóttir með 171 stig, Snjólaug M. Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss varð önnur með 165 stig og Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur þriðja með 157 stig.
Landsmót í haglabyssu á Akureyri
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2019-07-28T20:33:33+00:00July 28th, 2019|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í haglabyssu á Akureyri