Aðalfundur Alþjóða Skotíþróttasambandsins, ISSF, var haldinn í München í Þýskalandi um helgina. Fulltrúar 159 aðildarsambanda af 160 voru mættir.
Olegario Vàzquez Rana sem verið hefur forseti sambandsins í 38 ár gaf ekki kost á sér að nýju og var því kosinn nýr forseti. Tveir gáfu kost á sér, Luciano Rossi frá Ítalíu og Vladimir Lisin frá Rússlandi. Afar naumt var á milli þeirra og hlaut Rossi 144 atkvæði en Lisin 148 og því réttkjörinn nýr forseti ISSF. Einnig var kjörinn nýr framkvæmdastjóri, Alexander Ratner frá Rússlandi.
Varaforsetar ISSF voru kjörnir Kevin Kilty frá Írlandi (162), Raninnder Singh frá Indlandi (161), Robert Mitchell frá USA (153) og Yifu Wang frá Kína (146). 15 manna framkvæmdastjórn var einnig kjörin og eins formenn hinna ýmsu nefnda ISSF. Nánar má lesa um fundinn á heimasíðu ISSF.