Ásgeir Sigurgeirsson keppir á morgun föstudag í loftskammbyssu á Heimsbikarmótinu í München og hefst hans riðill kl. 06:45 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með honum á þessari slóð. Jórunn Harðardóttir keppir í loftskammbyssu á sunnudaginn og byrjar keppnin kl. 09:15 að íslenskum tíma og hægt að fylgjast með henni hérna. Þau taka svo þátt í parakeppninni á mánudaginn og hefst keppnin þá kl. 09:45 og hægt að fylgjast með hérna.
Ásgeir og Jórunn að hefja keppni í München
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2018-05-25T00:00:20+00:00May 25th, 2018|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Ásgeir og Jórunn að hefja keppni í München