Thomas Viderö, Skotíþróttafélagi Kópavogs, sigraði í Landsmóti STÍ í loftskammbyssu sem fram fór í Íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 24. febrúar. Skor Thomasar var 557 stig en Þórður Ívarsson, Skotfélagi Akureyrar varð í öðru sæti með 540 stig sem dugði honum til að komast upp í 1. flokk. Þriðja sætið kom svo í hlut Dúa Sigurðssonar úr Skotdeild Keflavíkur. Dúi skaut 527 stig og fór hann upp í 2. flokk með því.
Í liðakeppni Karlaflokksins sigraði A lið Skotíþróttafélags Kópavogs með 1543 stigum. Sveit SFK skipuðu Thomas Viderö, Guðmundur Ævar Guðmundsson og Bjarni Valsson. Sveit Skotdeildar Keflavíkur varð í öðru sæti með 1516 stig. Sveit SK skipuðu Dúi Sigurðsson, Hannes H. Gilbert og Bjarna Sifurðssyni. B sveit SFK varð í þriðja sæti með 1357 stig. Sveitina skipuðu Hálfdán R. Guðmundsson, Luther Ólafsson og Þorkell Guðjónsson.
Bára Einarsdóttir, Skotíþróttafélagi Kópavogs, sigraði í kvennaflokki loftskammbyssunnar með 543 stigum. Guðrún Hafberg, einnig úr SFK, varð önnur með 491 stig og Þorbjörg Ólafsdóttir, Skotfélagi Akureyrar, varð þriðja með 481 stig.
Eitt kvennalið mætti til leiks í loftskammbyssu kvenna, lið SFK skipað þeim Báru og Guðrúnu auk Elísabetu Ósk Pálsdóttur en skor sveitarinnar var 1500 stig.
Í piltaflokki var einn keppandi, Einar Hjalti Gilbert sem skaut 479 stig.
Í stúlknaflokki mætti þrír keppendur til leiks en skor þeirra allra var yfir gildandi Íslandsmeti fyrir þessa keppni. Sóley Þórðardóttir, Skotfélagi Akureyrar, sigraði í stúlknaflokkinum og er nýtt Íslandsmet hennar 457 stig. Leyla Kudari, Skotíþróttafélagi Kópavogs, var í öðru sæti með 438 stig og Inga Vildís Þorkelsdóttir, einnig úr SFK, varð þriðja með 416 stig.
Theódór Kjartansson, Skotdeild Keflavíkur, sigraði í karlaflokki Landsmóts STÍ í loftriffli sem fram fór í Íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 24. febrúar. Skor Theodórs var 550.7 stig. Þórir Kristinsson, Skotfélagi Reykjavíkur, varð annar með 548,9 stig og Breki Atlason, Skotíþróttafélagi Kópavogs, varð þriðji með 530,2 stig.
Bára Einarsdóttir, Skotíþróttafélagi Kópavogs, sigraði í kvennaflokki. Skor Báru var 567,8 stig. Guðrún Hafberg, SFK, varð önnur með 537,7 stig og Harpa Hlín Þórðardóttir, einnig úr SFK, varð þriðja með 469,9 stig. Þær Bára, Guðrún og Harpa skipuða A sveit SFK og var sameiginlegt skor þeirra 1575,4 stig sem er nýtt Íslandsmet.
Í piltaflokki bar Magnús Guðjón Jensson, Skotdeild Keflavíkur, sigur úr bítum. Skor Magnúsar var 532,6 stig. Elmar T. Sverrison, einnig úr SK, varð annar með 529,7 stig og Jakub Ingvar Pitak, SK, varð þriðji með 524,8 stig.
Skotdeild Keflavíkur mætti með lið í unglingaflokki loftriffilsins, skipað þeim Magnúsi, Elmari og Jakub Ingvari Pitak en unglungasveit SK sett nýtt Íslandsmet sem er 1587,1 stig.
Einn keppandi var í stúlknaflokki, Viktori Erla Bjarnardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur. Skor Viktoríu var 560,1 stig.