Íslandsmótið í Bench Rest VFS, skormótið, verður haldið á Húsavík dagana 2.-3.september, þar sem útséð er með að skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur verði opnað tímanlega. Skotfélag Húsavíkur og Skotfélag Akureyrar hafa tekið að sér að halda mótið.