11 keppendur frá 3 íþróttafélögum voru skráðir til leiks. Aðstæður voru með besta móti, hlýtt og vindurinn lítið að flýta sér. Tveir keppendur voru að keppa á sínu fyrsta móti, frá SÍH og SFS. Úrslit urðu á þá leið að í kvennaflokk varð Snjólaug M Jónsdóttir MAV Íslandsmeistari kvenna á skorinu 111 sem að er þó nokkuð frá hennar besta árangri. Í karlaflokk urðu úrslitin ljós á síðustu dúfu í úrslitunum en aðeins 3 dúfur skildu að efstu 2 fyrir úrslitin. Það fór á þá leið að heimamaðurinn Guðmann Jónasson sem var á 122 dúfum eftir 6 hringi skaut 19 í úrslitunum og endaði á 141 dúfu, í öðru sæti var Jón Þór Eyjólfsson frá SFS en hann var á 119 fyrir úrslitin og skaut 21 og endaði á 140.Þetta er aðeins annað mótið sem að Jón Þór keppir á og bætti hann sig um 40 dúfur frá fyrra móti. Í þriðja sæti varðs svo Ómar al Lahham frá SÍH á 89+16 eða 105 dúfur. Í 4. Sæti var Jón Axel Hanson MAV á sínu besta skori til þessa og í 5 og 6 sæti voru þeir Kristján Ragnarsson SÍH á 83+11 og Unnar Már Garðarsson SFS á 75 dúfum. Baráttan var ekkert minni í unglingaflokk en þar voru 4 keppendur frá MAV, Haraldur Holti og Elyass Kristinn voru jafnir að stigum fyrir síðustu umferðina á 88 á dúfum og þurfti einungis að skjóta 13 dúfur til að jafna Íslandsmet unglinga, 101 dúfa. Haraldur Holti gerði sér lítið fyrir og skaut 19 dúfur í síðustu umferðinni og bætti því íslandsmetið og er það núna 107 dúfur, í úrslitunumn skaut hann svo 14 dúfur og endaði í fyrsta sæti og Íslandsmeistaratitill unglinga varð hans, fast á hæla hans kom Elyass Kristinn með 100 dúfur + 17 og í þriðja sæti varð Sigurður Pétur með 84+17 dúfur og Ólafur Benóný á 75+16 dúfum en þetta er hans besta skor til þessa á móti. Einungis 2 lið voru skráð til leiks á mótinu í karlaflokki og unglingaflokk, bæði liðin frá Markviss. Guðmann Jónasson, Jón Axel Hansson og Ólafur Benóný Hafliðason skipuðu karlaliðið og var skorið hjá þeim 282 dúfur. Unglingaliðið skipað þeim Haraldi Holta, Elyass Kristni og Sigurði Pétrí var í góðum gír eins og á fyrri mótum og skutu þeir samtals 291 sem að er bæting á fyrra meti þeirra frá því á mótinu í júní á þessu ári en þá skutu þeir 268 dúfur. Við þökkum öllum þeim keppendum sem að öttu kappi með okkur um helgina og þeim gestum sem að komu við á svæðinu og fylgdust með. Nánar á úrslitasíðunni