Jóhann Ævarsson úr SA sigraði á Landsmóti STÍ í haglabyssugreininni Compak Sporting um helgina með 186 stig. Jón Valgeirsson úr SR varð annar með 184 stig og í þriðja sæti hafnaði Wimol Sudee úr SA með 175 stig. Keppt var í þrjá daga með nýju fyrirkomulagi þannig að á föstudeginum voru skotnir 2 hringir á Húsavík, 4 hringir á laugardegi á Akureyri og loks 2 hringir á Ólafsfirði á sunnudaginn. Nánari úrslit á úrslitasíðunni.